Workshop - Ljósmynda litun 1 / Photo coloring 1
8.7.2010 | 12:36

Leiðbeinandi: Julie Coadou
Tímar: Fyrstu tveir sunnudagar í september. 5. og 12. sept. kl: 13:00 - 17:00. Alls 8 tímar.
Verð: 13.000.-
Workshop í ljósmynda litun. Ljósmynda litun er tækni þar sem svarthvítar ljósmyndir eru litaðar í höndunum. Tæknin er tiltuglega einföld og ættu þessir tveir dagar að duga vel til að fólk nái góðum tökum á henni. Námskeiðið ætti að henta jafnt atvinnu og áhuga fólki í ljósmyndun, grafík eða myndlist sem og öllum þeim sem halda upp á gömlu svarthvítu fjölskildu myndirnar.
Hér má sjá mynd eftir leiðbeinandann Julie Coadou.
http://sphotos.ak.fbcdn.net/photos-ak-sf2p/v188/163/63/782942424/n782942424_774159_9519.jpg
ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com
Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Photo coloring 1 -
Teacher: Julie Coadou
Classes: First two Sundays of September. 5. & 12. September. at: 13:00 - 17:00. Total 8 hours.
Price: 13.000.-
Photo coloring is a technique where black and white photos are colored by hand. The technique is relatively simple so people should be able to get a good grip on it in the space of these two days. The class should be interesting for professionals andamateurs alike in the fields of photography, illustration, graphic design or art as well as people who Cherish there old black and white family photos.
Here you can see a piece done by our teacher Julie Coadou.
http://sphotos.ak.fbcdn.net/photos-ak-sf2p/v188/163/63/782942424/n782942424_774159_9519.jpg
ATTENTION: To enroll write an email with your details to :skolifolksins@gmail.com
The Class is held on condition of minimum enrollment and times may alter.
Myndlist | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Workshop - Stenslargerð
8.7.2010 | 12:10

Workshop í stenslagerð með einum færasta stenslagerðamanni Íslands. Fyrri dagin verður farið í grunnin á stenslagerð og gerður einfaldur stensill eða fleyri. Í seinni tímanum verður farið í flóknari útfærslur svo sem að setja saman nokkra stensla, vinna í nokkrum litum og ýmislegt fleyra áhugavert. Að workshoppinu liðnu á nemi að geta skilið og gert flókna stensla, hvort sem er á veggi, pappír, föt, striga eða annað sem viðkomandi þettur í hug.
Leiðbeinandi: Þorgeir F. Óðinsson
Tímar: Tveir fimtudagar. 12. og 19. Ágúst. kl: 18:00 - 22:00. Alls 8 tímar.
Verð: 12.000.-
ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna:
skolifolksins@gmail.com
Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.
Myndlist | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Námskeið - Hlutateikning 1
8.7.2010 | 12:03

Hlutateikning 1.
Skemtilegt námskeið fyrir fólk sem langar að koma sér af stað við að teikna og/eða skerpa á teiknihæfileikum sínum. Áhersla verður lögð á að teikna eftir uppstillingum eftir auganu og tengja saman sjón og teikningu. Ekkert ætti að vera til fyrirstöðu að taka námskeiðið: Grunnteikning 1 á sama tíma fyrir þá sem vilja ná skjótum árangri.
Leiðbeinandi: Þorgeir F. Óðinsson
Tímar: Mánudagar og Miðvikudagar Kl 20:00 - 22:00. Fjórar vikur frá og með 2. Júní. Alls 16 stundir.
Verð: 15.000.-
ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com
Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.
Myndlist | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Námskeið - Grunnteikning 1 / Basic drawing 1
8.7.2010 | 11:55

Grunnteikning 1.
Skemtilegt námskeið fyrir fólk sem langar að koma sér af stað við að teikna og/eða skerpa á teiknihæfileikum sínum. Farið verður í grunn klassískrar teikningar með leiðbeinanda sem heldur því statt og stöðugt fram að
allir geti lært að teikna. Aðalmarkmið námskeiðsins er að veita nemandanum tæknilega undirstöðu fyrir teikningu og vekja með honum það sjálfstraust sem þarf til að teikna. Ekkert ætti að vera til fyrirstöðu að taka námskeiðið: Hlutateikning 1 á sama tíma fyrir þá sem vilja ná skjótum árangri.
Leiðbeinandi: Þorgeir F. Óðinsson
Tímar: Mánudagar og Miðvikudagar Kl 18:00 - 20:00. Fjórar vikur frá og með 2. Ágúst. Alls 16 stundir.
Verð: 15.000.-
ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com
Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.
Myndlist | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morgunn Jóga / Morning Yoga í Júlí
8.7.2010 | 11:51
Byrjaðu daginn á orkufullum jógatíma með útsýni yfir hafið. Tímarnir eru opnir öllum, óháð getu. Jóga á ekki að krefjast þess að við setjum lífið eins og við þekkjum það til hliðar heldur kennir það okkur að lifa því meira til fullnustu. Jóga krefst þess ekki að við flýjum heiminn inn í Himalaya fjöllin; það kennir að okkur að það sem við leitum að er allt inni í okkur sjálfum. Í annríki nútímans er æ mikilvægara að setja tíma til hliðar og líta inn á við.
Mælt með því að fólk komi með eigin dýnur en nokkrar dýnur eru á staðnum til leigu.
Það má koma í staka tíma og borga 1.500.- fyrir skiptið.
Um kennarann: Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari og jógakennari og starfar bæði í tónlist og við jógakennslu. Hún hefur stundað jóga í 8 ár og þakkar því fjölmargt sem vel hefur gengið. Hún hefur mikla trú á mátt jóga til þess að hjálpa hverjum sem er að vaxa í því sem þeim hentar og styrkja jákvæða sýn á lífið og verkefni þess. Hún kennir flæðijóga með áherslu á rétta líkamsbeitingu og öndun.
Það verða ekki tímar 12. júlí og 21. júlí
Jóga | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skúlptúr & Sköpun fyrir 10 til 12 ára snillinga
7.7.2010 | 11:22
Skráning fer fram í gegnum email: skolifolksins@gmail.com
Kennarar: Harpa Rún Ólafsdóttur & Rakel McMahon
Tímar: Mánudaga til fimmtudaga, Kl 11:00 - 14:00. Tvær vikur frá og með 9. ágúst.
Verð: 20.000.-
Námskeið þar sem nemendur fá að virkja sköpunargáfu sína og vinna að gerð skúlptúra úr pappamassa, klippimyndum og teikningu undir handleiðslu listamannanna,Hörpu Rúnar Ólafsdóttur og Rakelar McMahon.
Unnið verður að því að færa teikninguna frá sínu hefðbundna tvívíða formi yfir í þrívídd. Nemendur fá að kynnast ferli listsköpunar, frá hugmynd yfir í listaverk. Unnið verður út frá þema sem nemendur ákveða sjálfir og lýkur námskeiðinu á skemmtilegri myndlistasýngu.
Á sýningunni býðst foreldrum og vinum að bera afrakstur nemenda augum.
Námskeið | Breytt 8.7.2010 kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kort
24.6.2010 | 17:21

Bloggar | Breytt 25.6.2010 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Námskeið - Ingangur í töfraheim litanna
21.6.2010 | 16:18

Verð: 6500 kr.
Kennari: Hulda Hlín Magnúsdóttir, listmálari og listfræðingur.
Í námskeiðinu verður farið í grunnatriði litafræðinnar og nemendur spreyta sig á blöndum lita út frá grunnlitum og gera tilraunir með litskynjun.
Farið verður í sögu litafræðinnar og málverk skoðuð frá sjónarhóli litanna. Í lok námskeiðs fer hópurinn í fylgd Huldu Hlínar á sýningu Edvards Munch sem nú stendur yfir á Listasafni Íslands. Munch, myndhöfundur Ópsins, notar liti á expressívan hátt.
Námskeiðið er opið öllum.
Hulda Hlín er með meistaragráðu í listfræði frá Háskólanum í Bologna og rannsóknarefni meistararitgerðar hennar var einmitt á sviði litafræði, merkingarfræði hins sjónræna. Hulda Hlín er einnig útskrifuð frá listaakademú Rómar, Accademia di Belle Arti, í málaralist.málaralist.
Námskeið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kreppu Saumanámskeið
21.6.2010 | 15:07

Tímar: Þriðjudaginn 10. Ágúst, Kl 18:00 - 20:00.
Verð: 3.900.-
Námskeið: Mæta með skæri og 2 stk. gamla stuttermaboli ( T-shirt) í large eða extra large stærð. Þessum bolum verður breitt í bolakjól með vösum. Þeir sem eru snöggir að klippa og sauma gætu jafnvel gert nokkur stykki. Lengd námskeiðs 2 klst. Tvær saumavélar verða á staðnum en þeir sem koma með sínar eigin, gætu komist yfir fleiri ,,kjóla" á þessum tíma. Sjá mynd af flík. Takmarkaður fjöldi kemst að.
ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com
Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.
Námskeið | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Námskeið - Ljósmyndun fyrir byrjendur - Photography for beginners.
21.6.2010 | 14:42

Leiðbeinandi: Steinar Júlíusson
Tímar: Mánudagar og Fimmtudagar Kl 20:00 - 22:00. Tvær vikur frá og með 8. Júlí. Alls 8 stundir.
Verð: 10.000.-
Nú skulum við taka fram myndavélina í sumar, læra að taka betri myndir og njóta útkomunnar. Stafræn ljósmyndun hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Aldrei hefur verið ódýrara og jafn aðgengilegt að komast inn í heillandi heim ljósmyndunar. Þetta námskeið er kjörið fyrir byrjendur sem vilja læra undirstöðuatriði ljósmyndunar á stórar vélar með skiptanlegum linsum (svokallaðar dSLR vélar).
Nú er tilvalið tækifæri að ná betri tökum á myndatökunni sjálfri ásamt því að að fá meiri vitneskju um helstu stillingar á vélinni sinni og hvernig hægt er að ná fram því besta í myndefninu. Farið verður yfir helstu tæknilegu atriði hvað varðar myndavélina og stillingar hennar; samspil ljósops og lokuhraða, White balance, ISO o.fl. Helstu atriði er varða linsur, mismunandi gerðir þeirra og notkunarmöguleikar verða kynnt.
Hinar ýmsu gerðir myndatöku skoðaðar, til dæmis landslagsmyndir, portrettmyndir o.s. frv.
Nokkrir af áhrifamestu ljósmyndurum sögunnar í hinum ýmsu greinum ljósmyndunar verða kynntir.
Sýnt verður hvernig best er að færa myndirnar yfir í tölvuna, skipuleggja myndabankann og ekki síst að lagfæra myndir. Þá má nefna lagfæringu á birtu, litum, hvernig hægt er að skera myndir, rétta þær af o.fl. Einnig verður farið yfir prentun og hvernig við búum til myndaalbúm á netinu, afritun og geymslumáta.
Notast verður við forritið Adobe Lightroom. Nálgast má ókeypis 30 daga prufueintak á www.adobe.com/downloads/
ATH: Skráning fer fram í gegnum email á skolifolksins@gmail.com
--------------------------
Photography for beginners.
Teacheri: Steinar Júlíusson
Hours: Mondays and Thursdays atl 20:00 - 22:00. Two weeks starting the 8th. of July.Total 8 hours.
Price: 10.000.-
This summer it's time to grab our camera and learn how to take better pictures and enjoy the outcome. Digital photography has gained an ever increasing popularity during recent years. It has never been easier or more accessible to get into the fascinating world of photography. This course is ideal for beginners who want to learn the absolute basics of photography using digital single lens reflex cameras (dSLR).
This is a chance for you to learn how to handle your camera, learn the basic functions and how to get the best out of your camera. These functions include the interaction between aperture and shutter speed, white balance, ISO, etc. We will look at lenses, different types of them and their functions.
Furthermore, we will examine different types of photography, such as landscape, portrait and macro photograpy.
We will explore some inspirational photographers and iconic photos throughout history.
The next step is to import your photos into the computer, manage them and edit them. This image editing includes fixing colors, contrast, cropping, lens correction etc. Then we will look into printing and sharing online with web albums. Finally we will examine different options in storing image and backing them up.
We will be using Adobe Lightroom, image editing and managing software. You can get a 30 day free trial at www.adobe.com/downloads/
ATENTION: To sign up, send an email to skolifolksins@gmail.com
Námskeið | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)