Skóli fólksins ehf

Skóli fólksins er nýtt fyrirtæki á sviði námskeiðahalds og félagslegrar starfsemi.
Fyrirtækið er tengipunktur fyrir námskeiða haldara og fróðleiksfúsa. Þar mætast þeir sem vilja læra og þeir sem vilja kenna. Þeir sem vilja sýna og þeir sem vilja sjá. Þeir sem vilja hjálpa og þeir sem vilja hjálp.

Skólinn er ekki starfræktur á vegum menntamála eldsneytisins og fylgir ekki námskrá, skólinn starfar ekki samkvæmt ströngum akademískum fyrirskriftum heldur starfar hann fyrst og fremst á félagslegum grundvelli. Hver sem er getur nálgast Skólann með námskeið og á sama tíma vinnur skólin með fróðleiksfúsum hópum og sérsníður fyrir þá námskeið eftir pöntun. Þannig byggjast verkefni skólans á því sem fólkið af götunni vill kenna og/eða læra og á þeirri forsendu skilgreinir hann sig sem skóla fólksins.

Skóli fólksins er starfræktur að Fiskislóð 31 og býður upp á mjög flotta aðstöðu. Þar er 100fm kennslustofa á þriðju hæð sem skartar glervegg sem snýr út að sjó með óviðjafnanlegu útsýni. Þar er aðstaða fyrir jógaiðkun, dans kennslu, myndlistarkennslu, ýmsa handavinnu, fyrirlestra, fundi o.s.fr. Skólin á borð og stóla, tússtöflur og annað sem tilheyrir ásamt góðum tækjakost svo sem hljómflutningstæki, skjávarpa, glæruvarpa ofl.

Starfsemin felur einnig í sér að koma á góðu tengslaneti inn í fjölmiðla, stærri starfsmannafélög, stéttafélög, félagasamtök og aðra stóra hópa sem og mannauðs deildir fyrirtækja.

Þannig á sá sem vill kenna eitthvað, hvort sem það er jóga dans, kurteisi, flugu hnýtingar, spænsku eða persneska matargerð að geta gengið inn í góða aðstöðu og gott tengslanet. Þessi einstaklingur getur þar af leiðandi einbeitt sér að því að bjóða upp á gott námskeið án þess að hafa miklar áhyggjur af öðru.

Það er markmið skólans að gera kennurum og leiðbeinendum eins auðvelt fyrir og hægt er og hvetja sem flesta til að vera með námskeið. Þá um leið getur skólin boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega starfsemi fyrir almenning.

Á sama tíma myndar skóli fólksins tengsl við þá sem halda námskeið hverju sinni eða sýna því áhuga og getur í framhaldi framleitt námskeið fyrir hóp einstaklinga eða fyrirtæki eftir pöntun.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Topp cement ehf.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband