Færsluflokkur: Jóga

Morgunn Jóga / Morning Yoga í Júlí

Byrjaðu daginn á orkufullum jógatíma með útsýni yfir hafið. Tímarnir eru opnir öllum, óháð getu. Jóga á ekki að krefjast þess að við setjum lífið eins og við þekkjum það til hliðar heldur kennir það okkur að lifa því meira til fullnustu. Jóga krefst þess ekki að við flýjum heiminn inn í Himalaya fjöllin; það kennir að okkur að það sem við leitum að er allt inni í okkur sjálfum. Í annríki nútímans er æ mikilvægara að setja tíma til hliðar og líta inn á við.
Mælt með því að fólk komi með eigin dýnur en nokkrar dýnur eru á staðnum til leigu.

Það má koma í staka tíma og borga 1.500.- fyrir skiptið.

Um kennarann: Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari og jógakennari og starfar bæði í tónlist og við jógakennslu. Hún hefur stundað jóga í 8 ár og þakkar því fjölmargt sem vel hefur gengið. Hún hefur mikla trú á mátt jóga til þess að hjálpa hverjum sem er að vaxa í því sem þeim hentar og styrkja jákvæða sýn á lífið og verkefni þess. Hún kennir flæðijóga með áherslu á rétta líkamsbeitingu og öndun.

Það verða ekki tímar 12. júlí og 21. júlí 


Nú er hægt að koma í staka tíma í morgun jóga!! Now you can come for drop in classes in morning yoga!

sunset_999009.jpgMorgunjóga -

Kennari: Lana Vogestad

Tímar: Mánudaga og miðvikudaga kl. 9.00 - 10.00

Verð: 1.500kr.-

Byrjaðu daginn á orkufullum jógatíma með útsýni yfir hafið. Tímarnir eru opnir öllum, óháð getu. Teygðu þig yfir mörk hugar og líkama á andlegu ferðalagi. Þegar líkaminn er hamingjusamur er hugurinn glaður og frjáls.Verðið er lágt svo allir ættu að geta leyft sér að taka þátt. Listamenn, hljóðfæraleikarar, rithöfundar og allir.Mælt með því að fólk komi með eigin dýnur en nokkrar dýnur eru á staðnum til leigu.

Um kennarann:Lana Vogestad er Hot Jóga fíkill og hefur ástundað það í yfir 10 ár í New York og San Francisco. Hún er viðurkenndur leiðbeinandi í Barkan Method Hot Jóga á stigi 1, 2 og 3 í samráði við Jóga Alliance. Hún er einnig í listum og er á þeirri forsendu mjög spennt að kenna á þessu Hatha Jóga námskeiði við Skóla Fólksins og taka þannig þátt í þeirri uppbyggingu sem á sér stað þar.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Morning Yoga -Taught in English

Teacher: Lana Vogestad

Classes: Monday and Wednesday.

Time 09:00 - 10:00.

Price: 1.500 kr

Start your day with a chill and charged yoga class overlooking the sea. The class is open for all levels. Stretch your way through boundaries in your body and mind on a spiritual journey. When your body is happy your mind is happy and free. The prices are low so the class is accessible to ALL. Welcoming artists, musicians, writers and everyone!Bringing a mat is recomended, some mats will be available.

About the teacher:Lana Vogestad is a Hot Yoga junkie and has been regularly practicing for over ten years in New York and San Francisco. She is certified to teach The Barkan Method Hot Yoga Level I, II and III which is affiliated with the Yoga Alliance. Also as an artist, Lana is excited to teach a hatha yoga class at Skóli Fólksins and be a part of this new community building and creative venture!

 


Chakra Dans

dansLeiðbeinandi: Þórey ViðarsdóttirTímar: Þriðjudagar og fimmtudagar Kl 17:30 - 18:30. Tvær vikur frá og með 6. Júlí. Alls 4 stundir.Verð: 5.000.-Námskeið fyrir konur. Allar gyðjur velkomnar.Nýtt og spennandi tækifæri til að finna sinn eigin rythma og opna fyrir orkustöðvarnar 7HVAÐ ER CHAKRA DANS: Í Chakra dansinum er notaður Kripalu jógadans sem er einstök blanda af jóga og flæðidansi. Í gegnum dansinn könnum við og upplifum orkustöðvar líkamans sem hver og ein hefur sinn eiginleika og kraft.HVERJU MÁTTU BÚAST VIÐ: Að leyfa dansinum að flæða fram af sjálfsdáðum í umvefjandi og gagnrýnislausu umhverfi, þar sem þér finnst þægilegt og öruggt að tjá þitt innra sjálf við fjölbreytta tónlist frá öllum heimshornum sem hjálpar þér að ferðast inn á við – ambient groove, ethnic beats, electronic, vocals o.fl. Að slaka á spennu og finna þig í frelsi og gleði. Að dansa, anda, heila, svitna, tengja.. að finna sælu og vellíðan á líkama, huga og sál!HVAÐ ÞARF AÐ KOMA MEÐ: Vatn, vatn, vatn er nauðsynlegur partur af ferlinu. Klæddu þig í þægileg föt og taktu með sjal eða peysu til að setja yfir þig í slökuninni. Jógadýnu eða handklæði til að leggjast á þegar við förum inn í kyrrðina og sameiningu í enda tímans.Opið hjarta, opin huga og löngunina til að dansa!Um Þóreyju:Þórey er leiðbeinandi í jógadansi frá Kripalu jóga- og heilsusetri í Bandaríkjunum. Hún er einn stofnenda ÍANDA sem býður upp á vellíðunarferðir og námskeið fyrir konur. Ástríðan hennar er að tendra tjáningar- og sköpunarkraftinn í gegnum dans og söng. Eitt það skemmtilegasta sem hún gerir er að kafa í heim tónlistar og blanda saman ólíkum stefnum og tilfinningum sem skapa réttu umgjörðina í tímum. Litríkt og töfrandi ambience!** Þú þarft ekki að vera með neina fyrri reynslu í dansi sem þessum né kunnáttu um orkustöðvarnar til þess að mæta – bara viljann til þess að gefa eftir, fá útrás og treysta flæðinu.ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband