Færsluflokkur: Myndlist

Workshop - Ljósmynda litun 1 / Photo coloring 1

picture_15.pngLjósmynda Litun 1 -
Leiðbeinandi: Julie Coadou
Tímar: Fyrstu tveir sunnudagar í september. 5. og 12. sept. kl: 13:00 - 17:00. Alls 8 tímar.
Verð: 13.000.-

Workshop í ljósmynda litun. Ljósmynda litun er tækni þar sem svarthvítar ljósmyndir eru litaðar í höndunum. Tæknin er tiltuglega einföld og ættu þessir tveir dagar að duga vel til að fólk nái góðum tökum á henni. Námskeiðið ætti að henta jafnt atvinnu og áhuga fólki í ljósmyndun, grafík eða myndlist sem og öllum þeim sem halda upp á gömlu svarthvítu fjölskildu myndirnar.

Hér má sjá mynd eftir leiðbeinandann Julie Coadou.
http://sphotos.ak.fbcdn.net/photos-ak-sf2p/v188/163/63/782942424/n782942424_774159_9519.jpg

ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com

Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Photo coloring 1 -
Teacher: Julie Coadou
Classes: First two Sundays of September. 5. & 12. September. at: 13:00 - 17:00. Total 8 hours.
Price: 13.000.-

Photo coloring is a technique where black and white photos are colored by hand. The technique is relatively simple so people should be able to get a good grip on it in the space of these two days. The class should be interesting for professionals andamateurs alike in the fields of photography, illustration, graphic design or art as well as people who Cherish there old black and white family photos.

Here you can see a piece done by our teacher Julie Coadou.
http://sphotos.ak.fbcdn.net/photos-ak-sf2p/v188/163/63/782942424/n782942424_774159_9519.jpg

ATTENTION: To enroll write an email with your details to :skolifolksins@gmail.com

The Class is held on condition of minimum enrollment and times may alter.

Workshop - Stenslargerð

picture_14_1007219.pngStenslagerð

Workshop í stenslagerð með einum færasta stenslagerðamanni Íslands. Fyrri dagin verður farið í grunnin á stenslagerð og gerður einfaldur stensill eða fleyri. Í seinni tímanum verður farið í flóknari útfærslur svo sem að setja saman nokkra stensla, vinna í nokkrum litum og ýmislegt fleyra áhugavert. Að workshoppinu liðnu á nemi að geta skilið og gert flókna stensla, hvort sem er á veggi, pappír, föt, striga eða annað sem viðkomandi þettur í hug.

Leiðbeinandi: Þorgeir F. Óðinsson
Tímar: Tveir fimtudagar. 12. og 19. Ágúst. kl: 18:00 - 22:00. Alls 8 tímar.
Verð: 12.000.- 

ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna:
skolifolksins@gmail.com

Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.

Námskeið - Hlutateikning 1

picture_12.pngLærðu að teikna meira...
Hlutateikning 1.

Skemtilegt námskeið fyrir fólk sem langar að koma sér af stað við að teikna og/eða skerpa á teiknihæfileikum sínum. Áhersla verður lögð á að teikna eftir uppstillingum eftir auganu og tengja saman sjón og teikningu. Ekkert ætti að vera til fyrirstöðu að taka námskeiðið: Grunnteikning 1 á sama tíma fyrir þá sem vilja ná skjótum árangri.

Leiðbeinandi: Þorgeir F. Óðinsson
Tímar: Mánudagar og Miðvikudagar Kl 20:00 - 22:00. Fjórar vikur frá og með 2. Júní. Alls 16 stundir.
Verð: 15.000.- 

ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com

Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.

Námskeið - Grunnteikning 1 / Basic drawing 1

picture_11.pngLærðu að teikna...
Grunnteikning 1.

Skemtilegt námskeið fyrir fólk sem langar að koma sér af stað við að teikna og/eða skerpa á teiknihæfileikum sínum. Farið verður í grunn klassískrar teikningar með leiðbeinanda sem heldur því statt og stöðugt fram að 
allir geti lært að teikna. Aðalmarkmið námskeiðsins er að veita nemandanum tæknilega undirstöðu fyrir teikningu og vekja með honum það sjálfstraust sem þarf til að teikna. Ekkert ætti að vera til fyrirstöðu að taka námskeiðið: Hlutateikning 1 á sama tíma fyrir þá sem vilja ná skjótum árangri.

Leiðbeinandi: Þorgeir F. Óðinsson
Tímar: Mánudagar og Miðvikudagar Kl 18:00 - 20:00. Fjórar vikur frá og með 2. Ágúst. Alls 16 stundir.
Verð: 15.000.- 

ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com

Námskeiðarhald er háð nægrar skráningu, eins getur tími hnikast eftir skráningu.

Skúlptúr & Sköpun fyrir 10 til 12 ára snillinga

skulptur_1006815.jpg

Skráning fer fram í gegnum email: skolifolksins@gmail.com

Kennarar: Harpa Rún Ólafsdóttur & Rakel McMahon
Tímar: Mánudaga til fimmtudaga, Kl 11:00 - 14:00. Tvær vikur frá og með 9. ágúst.
Verð: 20.000.-

Námskeið þar sem nemendur fá að virkja sköpunargáfu sína og vinna að gerð skúlptúra úr pappamassa, klippimyndum og teikningu undir handleiðslu listamannanna,Hörpu Rúnar Ólafsdóttur og Rakelar McMahon.
Unnið verður að því að færa teikninguna frá sínu hefðbundna tvívíða formi yfir í þrívídd. Nemendur fá að kynnast ferli listsköpunar, frá hugmynd yfir í listaverk. Unnið verður út frá þema sem nemendur ákveða sjálfir og lýkur námskeiðinu á skemmtilegri myndlistasýngu.
Á sýningunni býðst foreldrum og vinum að bera afrakstur nemenda augum.


Námskeið - Ingangur í töfraheim litanna

picture_10.pngHvenær: 3 skipti, 5 klst. Kennsla fer fram fimtudaginn 1. og máudaginn 5.júlí auk leiðsagnar um sýningu Edvards Munch á Listasafni Íslands miðvikudaginn 7. júlí kl. 12:30 – 13: 30.

Verð: 6500 kr.
Kennari: Hulda Hlín Magnúsdóttir, listmálari og listfræðingur.

Í námskeiðinu verður farið í grunnatriði litafræðinnar og nemendur spreyta sig á blöndum lita út frá grunnlitum og gera tilraunir með litskynjun.

Farið verður í sögu litafræðinnar og málverk skoðuð frá sjónarhóli litanna. Í lok námskeiðs fer hópurinn í fylgd Huldu Hlínar á sýningu Edvards Munch sem nú stendur yfir á Listasafni Íslands. Munch, myndhöfundur Ópsins, notar liti á expressívan hátt.

Námskeiðið er opið öllum.

Hulda Hlín er með meistaragráðu í listfræði frá Háskólanum í Bologna og rannsóknarefni meistararitgerðar hennar var einmitt á sviði litafræði, merkingarfræði hins sjónræna. Hulda Hlín er einnig útskrifuð frá listaakademú Rómar, Accademia di Belle Arti, í málaralist.
málaralist.

Námskeið - Ljósmyndun fyrir byrjendur - Photography for beginners.

picture_7_1002313.pngLjósmyndun fyrir byrjendur
Leiðbeinandi: Steinar Júlíusson
Tímar: Mánudagar og Fimmtudagar Kl 20:00 - 22:00. Tvær vikur frá og með 8. Júlí. Alls 8 stundir.
Verð: 10.000.-

Nú skulum við taka fram myndavélina í sumar, læra að taka betri myndir og njóta útkomunnar. Stafræn ljósmyndun hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Aldrei hefur verið ódýrara og jafn aðgengilegt að komast inn í heillandi heim ljósmyndunar. Þetta námskeið er kjörið fyrir byrjendur sem vilja læra undirstöðuatriði ljósmyndunar á stórar vélar með skiptanlegum linsum (svokallaðar dSLR vélar).

Nú er tilvalið tækifæri að ná betri tökum á myndatökunni sjálfri ásamt því að að fá meiri vitneskju um helstu stillingar á vélinni sinni og hvernig hægt er að ná fram því besta í myndefninu. Farið verður yfir helstu tæknilegu atriði hvað varðar myndavélina og stillingar hennar; samspil ljósops og lokuhraða, White balance, ISO o.fl. Helstu atriði er varða linsur, mismunandi gerðir þeirra og notkunarmöguleikar verða kynnt.

Hinar ýmsu gerðir myndatöku skoðaðar, til dæmis landslagsmyndir, portrettmyndir o.s. frv.

Nokkrir af áhrifamestu ljósmyndurum sögunnar í hinum ýmsu greinum ljósmyndunar verða kynntir.

Sýnt verður hvernig best er að færa myndirnar yfir í tölvuna, skipuleggja myndabankann og ekki síst að lagfæra myndir. Þá má nefna lagfæringu á birtu, litum, hvernig hægt er að skera myndir, rétta þær af o.fl. Einnig verður farið yfir prentun og hvernig við búum til myndaalbúm á netinu, afritun og geymslumáta.

Notast verður við forritið Adobe Lightroom. Nálgast má ókeypis 30 daga prufueintak á www.adobe.com/downloads/


ATH: Skráning fer fram í gegnum email á skolifolksins@gmail.com
--------------------------
Photography for beginners.
Teacheri: Steinar Júlíusson
Hours: Mondays and Thursdays atl 20:00 - 22:00. Two weeks starting the 8th. of July.Total 8 hours.
Price: 10.000.-



This summer it's time to grab our camera and learn how to take better pictures and enjoy the outcome. Digital photography has gained an ever increasing popularity during recent years. It has never been easier or more accessible to get into the fascinating world of photography. This course is ideal for beginners who want to learn the absolute basics of photography using digital single lens reflex cameras (dSLR).

This is a chance for you to learn how to handle your camera, learn the basic functions and how to get the best out of your camera. These functions include the interaction between aperture and shutter speed, white balance, ISO, etc. We will look at lenses, different types of them and their functions.

Furthermore, we will examine different types of photography, such as landscape, portrait and macro photograpy.

We will explore some inspirational photographers and iconic photos throughout history.

The next step is to import your photos into the computer, manage them and edit them. This image editing includes fixing colors, contrast, cropping, lens correction etc. Then we will look into printing and sharing online with web albums. Finally we will examine different options in storing image and backing them up.

We will be using Adobe Lightroom, image editing and managing software. You can get a 30 day free trial at www.adobe.com/downloads/

ATENTION: To sign up, send an email to skolifolksins@gmail.com

Ástundunar tímar í módelteikningu

Skóli fólksins auglýsir. picture_6.pngÁstundunartímar í módelteikningu öll þriðjudagskvöld milli 20:00 og 22:00. Í húsnæði skólans Fiskislóð 31, Granda.Þessir tímar eru hugsaðir fyrir myndlistarfólk, teiknara og hönnuði sem vilja viðhalda sér og/eða bæta sig með módelteikningu. Það verður ekki bein kennsla heldur ástundun á eigin forsendu. Eftir tímana er fólki frjálst að sitja og spjalla, bera saman bækur sínar og gagnrýna og þiggja gagnrýni.Við erum að reyna að stilla verðið í hóf og sjáum fyrir okkur að verðið geti verið eitthver-staðar milli 7.000.- og 5.000.- krónurper mánuð eftir því hvað hópurinn er stór. Innifalið í því gjaldi eru laun fyrir módelið, leiga á húsnæði, borðum og stólum, umsjón með tímunum og aðgangur að eitthverjum pappír og fleiru sem prentsmiðjur hafa gefið.Skólin hefur eitthverja geymslu aðstöðu sem fólk gæti haft aðgang að svo fólk þyrfti ekki alltaf að taka með sér hluti til og frá skólans.Við stefnum á að byrja á þessu mjög bráðlega og viljum fá póst frá öllum sem hafa áhuga á að nýta sér þetta. Við getum ekki tekið mikla fjárhagslega áhættu með þetta verkefni svo við þurfum að fá viljayfirlýsingar í pósti áður en við höldum lengra, það eru nokkrir búnir að lýsa yfir áhuga svo það þarf ekki mjög marga upp á.Hjálagt eru myndir af aðstöðunni, útsýninu og kort að húsnæði skólans. Það er óviðjafnanlegt útsýni úr stofunni sem við verðum í og sólin sest beint fyrir utan gluggann á þessum tíma á kvöldin.Start Time: Tuesday, June 15, 2010 at 8:00pmEnd Time: Wednesday, June 30, 2010 at 10:00pm

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband