
Leiðbeinandi: Þórey ViðarsdóttirTímar: Þriðjudagar og fimmtudagar Kl 17:30 - 18:30. Tvær vikur frá og með 6. Júlí. Alls 4 stundir.Verð: 5.000.-Námskeið fyrir konur. Allar gyðjur velkomnar.Nýtt og spennandi tækifæri til að finna sinn eigin rythma og opna fyrir orkustöðvarnar 7HVAÐ ER CHAKRA DANS: Í Chakra dansinum er notaður Kripalu jógadans sem er einstök blanda af jóga og flæðidansi. Í gegnum dansinn könnum við og upplifum orkustöðvar líkamans sem hver og ein hefur sinn eiginleika og kraft.HVERJU MÁTTU BÚAST VIÐ: Að leyfa dansinum að flæða fram af sjálfsdáðum í umvefjandi og gagnrýnislausu umhverfi, þar sem þér finnst þægilegt og öruggt að tjá þitt innra sjálf við fjölbreytta tónlist frá öllum heimshornum sem hjálpar þér að ferðast inn á við ambient groove, ethnic beats, electronic, vocals o.fl. Að slaka á spennu og finna þig í frelsi og gleði. Að dansa, anda, heila, svitna, tengja.. að finna sælu og vellíðan á líkama, huga og sál!HVAÐ ÞARF AÐ KOMA MEÐ: Vatn, vatn, vatn er nauðsynlegur partur af ferlinu. Klæddu þig í þægileg föt og taktu með sjal eða peysu til að setja yfir þig í slökuninni. Jógadýnu eða handklæði til að leggjast á þegar við förum inn í kyrrðina og sameiningu í enda tímans.Opið hjarta, opin huga og löngunina til að dansa!Um Þóreyju:Þórey er leiðbeinandi í jógadansi frá Kripalu jóga- og heilsusetri í Bandaríkjunum. Hún er einn stofnenda ÍANDA sem býður upp á vellíðunarferðir og námskeið fyrir konur. Ástríðan hennar er að tendra tjáningar- og sköpunarkraftinn í gegnum dans og söng. Eitt það skemmtilegasta sem hún gerir er að kafa í heim tónlistar og blanda saman ólíkum stefnum og tilfinningum sem skapa réttu umgjörðina í tímum. Litríkt og töfrandi ambience!** Þú þarft ekki að vera með neina fyrri reynslu í dansi sem þessum né kunnáttu um orkustöðvarnar til þess að mæta bara viljann til þess að gefa eftir, fá útrás og treysta flæðinu.ATH: Skráning fer fram í gegnum email á adressuna: skolifolksins@gmail.com
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.