Ástundunar tímar í módelteikningu
10.6.2010 | 17:33
Skóli fólksins auglýsir.
Ástundunartímar í módelteikningu öll þriðjudagskvöld milli 20:00 og 22:00. Í húsnæði skólans Fiskislóð 31, Granda.Þessir tímar eru hugsaðir fyrir myndlistarfólk, teiknara og hönnuði sem vilja viðhalda sér og/eða bæta sig með módelteikningu. Það verður ekki bein kennsla heldur ástundun á eigin forsendu. Eftir tímana er fólki frjálst að sitja og spjalla, bera saman bækur sínar og gagnrýna og þiggja gagnrýni.Við erum að reyna að stilla verðið í hóf og sjáum fyrir okkur að verðið geti verið eitthver-staðar milli 7.000.- og 5.000.- krónurper mánuð eftir því hvað hópurinn er stór. Innifalið í því gjaldi eru laun fyrir módelið, leiga á húsnæði, borðum og stólum, umsjón með tímunum og aðgangur að eitthverjum pappír og fleiru sem prentsmiðjur hafa gefið.Skólin hefur eitthverja geymslu aðstöðu sem fólk gæti haft aðgang að svo fólk þyrfti ekki alltaf að taka með sér hluti til og frá skólans.Við stefnum á að byrja á þessu mjög bráðlega og viljum fá póst frá öllum sem hafa áhuga á að nýta sér þetta. Við getum ekki tekið mikla fjárhagslega áhættu með þetta verkefni svo við þurfum að fá viljayfirlýsingar í pósti áður en við höldum lengra, það eru nokkrir búnir að lýsa yfir áhuga svo það þarf ekki mjög marga upp á.Hjálagt eru myndir af aðstöðunni, útsýninu og kort að húsnæði skólans. Það er óviðjafnanlegt útsýni úr stofunni sem við verðum í og sólin sest beint fyrir utan gluggann á þessum tíma á kvöldin.Start Time: Tuesday, June 15, 2010 at 8:00pmEnd Time: Wednesday, June 30, 2010 at 10:00pm

Meginflokkur: Námskeið | Aukaflokkar: Ástundun, Menning og listir, Myndlist | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.