Námskeið - Ingangur í töfraheim litanna
21.6.2010 | 16:18

Verð: 6500 kr.
Kennari: Hulda Hlín Magnúsdóttir, listmálari og listfræðingur.
Í námskeiðinu verður farið í grunnatriði litafræðinnar og nemendur spreyta sig á blöndum lita út frá grunnlitum og gera tilraunir með litskynjun.
Farið verður í sögu litafræðinnar og málverk skoðuð frá sjónarhóli litanna. Í lok námskeiðs fer hópurinn í fylgd Huldu Hlínar á sýningu Edvards Munch sem nú stendur yfir á Listasafni Íslands. Munch, myndhöfundur Ópsins, notar liti á expressívan hátt.
Námskeiðið er opið öllum.
Hulda Hlín er með meistaragráðu í listfræði frá Háskólanum í Bologna og rannsóknarefni meistararitgerðar hennar var einmitt á sviði litafræði, merkingarfræði hins sjónræna. Hulda Hlín er einnig útskrifuð frá listaakademú Rómar, Accademia di Belle Arti, í málaralist.málaralist.
Meginflokkur: Námskeið | Aukaflokkar: Menning og listir, Myndlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.