Morgunn Jóga / Morning Yoga í Júlí
8.7.2010 | 11:51
Byrjaðu daginn á orkufullum jógatíma með útsýni yfir hafið. Tímarnir eru opnir öllum, óháð getu. Jóga á ekki að krefjast þess að við setjum lífið eins og við þekkjum það til hliðar heldur kennir það okkur að lifa því meira til fullnustu. Jóga krefst þess ekki að við flýjum heiminn inn í Himalaya fjöllin; það kennir að okkur að það sem við leitum að er allt inni í okkur sjálfum. Í annríki nútímans er æ mikilvægara að setja tíma til hliðar og líta inn á við.
Mælt með því að fólk komi með eigin dýnur en nokkrar dýnur eru á staðnum til leigu.
Það má koma í staka tíma og borga 1.500.- fyrir skiptið.
Um kennarann: Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari og jógakennari og starfar bæði í tónlist og við jógakennslu. Hún hefur stundað jóga í 8 ár og þakkar því fjölmargt sem vel hefur gengið. Hún hefur mikla trú á mátt jóga til þess að hjálpa hverjum sem er að vaxa í því sem þeim hentar og styrkja jákvæða sýn á lífið og verkefni þess. Hún kennir flæðijóga með áherslu á rétta líkamsbeitingu og öndun.
Það verða ekki tímar 12. júlí og 21. júlí
Meginflokkur: Jóga | Aukaflokkar: Námskeið, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.